Verið velkomin í nýja og einstaka gistingu á Suðurlandi
Náttúra Yurtel býður uppá gistingu fyrir allt að 30 manns
í landi Kjóastaða sem er staðsett miðja vegu á milli Gullfoss og Geysis.
Upplifðu náttúruna í lúxus gistingu!
í landi Kjóastaða sem er staðsett miðja vegu á milli Gullfoss og Geysis.
Upplifðu náttúruna í lúxus gistingu!
Verð
2ja manna Yurt: 14.900.- fyrir tvo með morgunverði 3ja manna Yurt: 21.900.- fyrir þrjá með morgunverði 50% afsláttur fyrir þriðju nóttina Við gerum tilboð fyrir hópa! Viltu gefa gjafabréf? Vinsamlega sendu okkur póst info@exploringiceland.is |
Það er einstök upplifun að gista í Náttúra Yurtel. Hvert tjald er 28 fermetrar með þægilegum rúmum, salerni og vaski. Einnig er lítil kaffiaðstaða, ískápur og kósýhorn.
Sturtuaðstaða er í sérhúsi og þar eru einnig auka salerni. Á staðnum eru einnig tvö stærri tjöld. Í öðru tjaldinu má finna setustofu þar sem gott að setjast niður á kvöldin, glugga í bækur, halda kvöldvöku eða bara njóta útsýnisins. Í hinu tjaldinu er borin fram morgunverður en þar er eldunaraðstaða og kaffihúsastemning. Tjöldin koma beint frá Mongólíu en þar er löng hefð fyrir"Yurts". Þau eru smekklega innréttuð í íslenskum/skandinvískum stíl og hafa verið aðlöguð að Íslenskum aðstæðum og eru t.d. með steyptu og upphituðu gólfi. Hubert og Beata munu taka vel á móti ykkur en þau búa alfarið í einu Yurti. Frábær gisting fyrir hópinn þinn - við gerum sértilboð fyrir hópa og getum útvegað hópferðabifreið, kvöldverði og ýmsa aðra þjónustu ef óskað er. Opið allt árið! |
Afþreying í nágrenninu
Náttúra Yurtel er staðsett miðja vegu á milli Gullfoss og Geysis á Suðurlandi. Það er til dæmis einungis 5-7 mínútna akstur á þessar frægustu náttúruperlur Íslands og upplagt að fara snemma að morgni eða að kvöldi til að upplifa þær þegar fáir eru á staðnum. Það er ekkert mál að skjótast í dagsferð í Kerlingafjöll, á Suðurströndina, skreppa í sund á Flúðum, gönguferð í Haukadalsskógi eða skella sér í einhverja spennandi afþreyingu. Upplagt að taka reiðhjólið, hlaupaskóna eða jafnvel hestana með!
Á Kjóastöðum er hestaleigan Geysir hestar sem við mælum með. Þar er boðið uppá að fara í allt frá klukkustundarferð uppí t.d. dagsferð á Gullfoss. Best er að bóka hestaferðina fyrirfram en einnig er hægt að bóka á staðnum.
Síðan er hægt að skella sér í flúðasiglingu, á snjósleða á Langjökli, í jeppaferð með leiðsögn og láta síðan þreytuna líða úr sér í Gömlu lauginni á Flúðum eða Fontana Spa á Laugarvatni
Á Kjóastöðum er hestaleigan Geysir hestar sem við mælum með. Þar er boðið uppá að fara í allt frá klukkustundarferð uppí t.d. dagsferð á Gullfoss. Best er að bóka hestaferðina fyrirfram en einnig er hægt að bóka á staðnum.
Síðan er hægt að skella sér í flúðasiglingu, á snjósleða á Langjökli, í jeppaferð með leiðsögn og láta síðan þreytuna líða úr sér í Gömlu lauginni á Flúðum eða Fontana Spa á Laugarvatni
Í stuttu máli:
|
Staðsetning:
|